Hvað þýðir það að vefurinn sé snjall (e.responsive)?
Það þýðir einfaldlega að vefurinn aðlagi sig að skjástærð þess tækis sem hann er skoðaður í. Þetta getur þýtt breytt framsetning á leiðarkerfi, texta, myndum o.fl. til þægindarauka fyrir notendur.
Í dæminu hér fyrir neðan má sjá hvernig vefurinn aðlagar sig, t.d. breytist valmyndin á milli tækjanna, lógóið færist inn á myndina og nafn kemur efst fyrir miðju. Fyrir marga vefi þarf einnig að endurhugsa forgangsröðun efnisins, t.d. er ekki óalgengt að fyrirtæki sem eru með vefverslanir leggi minni áherslu á staðsetningu verslunarinnar í hefðbundnum skjástærðum heldur en í snjallsímum. Fólk sem er á ferðinni er jú oft að leita eftir heimilisfanginu.
![]() Vefur Ferðamálastofu í hefðbundnum skjá
|
![]() Vefur Ferðamálastofu
|
Hvernig var þetta gert áður?
Gamla aðferðin var að hanna einn vef í einni stærð og svo réðist það bara af skjástærð hvers notanda hversu mikið sást af honum.
Með tilkomu snjallsímanna var ljóst að þessi aðferð myndi ekki duga til að snjallsímanotendur gætu með góðu móti skoðað vefsíður.
![]()
|
![]()
|
![]()
|
Af hverju skiptir máli að hanna vefina sérstaklega fyrir snjallsíma og spjaldtölvunotendur?
Af því að skjáir á snjalltækjum eru mun minni en í algengir tölvuskjáir. Engum dytti í hug að prenta auglýsingaplagat á frímerki án þess að endurhugsa aðeins hvernig það er gert.
Af því að fólk sem skoðar vefi í snjalltækjum notar fingurna til að skruna og smella, en ekki litla músaör. Allt sem er smellanlegt þarf að vera stærra svo að auðvelt sé að nota loppurnar til að vafra um vefinn.
Af því að fólk sem skoðar vef í snjalltækjum er oft á ferðinni og hefur minni tíma og þolinmæði til að leita að upplýsingunum. Því er oft nauðsynlegt að huga að því hvaða upplýsingar eru mikilvægastar fyrir þennan hóp og gera þær aðgengilegri.
Af hverju er nauðsynlegt að huga að þessu strax?
Af þvi að þróunin í tækjanotkun þeirra sem skoða vefsíður er svona. (heimild: SmartInsights)
- áður en notendur gefast upp á þeim gamla.
Komdu í kaffi til okkar og við förum yfir þín mál og gerum tilboð sem hentar þinni starfssemi.
s. 464 8700