Prófaðu nýju Google #hashtag leitina

02. október 2013
Stefna Ehf
Nú eru færslur samfélagsmiðilsins Google+ orðnar hluti af Google leitarniðurstöðum.
Nú eru færslur samfélagsmiðilsins Google+ orðnar hluti af Google leitarniðurstöðum.

Nú eru færslur samfélagsmiðilsins Google+ orðnar hluti af Google leitarniðurstöðum.

Google tilkynnti fyrir fáeinum dögum að hægt að leita eftir #hashtag á Google leitarvélinni og birtast þá viðeigandi Google+ færslur til hægri við hefðbundnar leitarniðurstöður. Einungis er hægt að sjá þær færslur sem eru skráðar ‘public’ eða sem viðkomandi hefur almennt aðgang að en einnig eru hlekkir inn á leitarniðurstöður fyrir sama #hashtag á Facebook og á Twitter.

Þó að þessi möguleiki sé til að byrja með aðeins fyrir hendi í Bandaríkjunum og Kanada eru væntanlega allar líkur á því að þessu verði rúllað út fyrir okkur hin innan tíðar.

Ef þú ert eins og við hjá Stefnu og lætur smá þröskuld eins og Norður-Atlantshafið ekki stöðva þig í að prófa svona nýjungar, smelltu þá hér:

#iceland í Google leitarniðurstöðum