Allir vefir í Moya eru frá upphafi tengdir við Awstats sem er ókeypis tölfræði fyrir vefumferð. Við mælum þó með því að vefstjórar setji upp og tengi Google Analytics við vefina sína, en það er sérstakur reitur fyrir það í stillingum.

Analytics veitir mun viðameiri sýn á netumferð, það er hægt að sjá umferð í rauntíma, setja upp markmið og sérsníða skýrslur. Þar er hægt að sækja margs konar tölfræðiupplýsingar og tengja við önnur tól frá Google á borð við AdWords og Google Webmaster Tools.

Við getum veitt þér ráðgjöf um hvernig nýta má Google Analytics sem best, hafðu samband og við leiðbeinum þér með næstu skref.

Leiðbeiningar til að stofna Google Analytics aðgang

Hér eru leiðbeiningar um hvernig aðgangur/reikningur að Google Analytics er stofnaður, en fyrst þarftu að eiga Google aðgang (t.d. Gmail).

Fylgdu þessum leiðbeiningum skref fyrir skref og láttu okkur vita ef eitthvað hefur farið úrskeiðis!

  1. Opna Google Analytics https://www.google.com/analytics/ (opnast í nýjum glugga
  2. Fara í Sign In -> Google Analytics
  3. Smella á Sign Up (mynd 1)
  4. Fylla út viðeigandi upplýsingar (mynd 2)
  5. Finna Tracking ID fyrir nýja property-ið sem þú varst að stofna (mynd 3)
  6. Opna Moya vefsíðuna þína, fara í Fleiri einingar -> Stillingar (mynd 4)
  7. Opna Google gluggan og setja inn Tracking ID í Analytics auðkenni reitinn (mynd 5)

Nytsamlegar upplýsingar

Hér eru skref 3-7 í myndrænni framsetningu:

3. Smellt á Sign Up

Google Analytics - Sign up

4. Fyllt út í viðeigandi upplýsingar

Google Analytics - New Account

5. Finna Tracking ID fyrir nýja property-ið sem þú varst að stofna

Google Analytics - Admin

 

6. Opna Moya vefsíðuna þína, fara í Fleiri einingar -> Stillingar

Moya settings

7. Opna Google gluggan og setja inn Tracking ID í Analytics auðkenni reitinn

Moya - Google Analytics Tracking ID

Var þetta gagnlegt? Láttu okkur vita ef eitthvað fór úrskeiðis! hjalp@stefna.is eða 464 8700. 

 

Vefur í loftið, fleira gagnlegt: