Efnisflutningur - svona gengur hann fyrir sig

Stefna sér alla jafna ekki um efnisvinnsluna, en í mörgum verkefnum er afmarkaður hluti efnis fluttur af eldri vef (ef við á) eins og t.d. viðburðir, fréttasafn eða skjalasafn. Efnisflutningur gerist ekki sjálfkrafa og því þarf að ræða þetta sérstaklega og yfirleitt eru ákvæði í verksamningi um umfang efnisflutnings.

Í þeim tilvikum þar sem efni er flutt af eldri vef úr öðru vefumsjónarkerfi kemur þriðji aðili að því að afhenda gögnin á viðeigandi sniði (gagnagrunnur).

Afritun efnis úr gagnagrunni eldri vefs er unninn í tímavinnu, þar sem vinna við afritun þess fer mjög eftir því hvernig sniði gögnin eru á. Fari umfang vinnu umfram þessa tíma verður verkkaupa gert grein fyrir því, enda séu fyrir því gildar ástæður.

Við færslu á efni skiptir lykilmáli á hvaða sniði efni er skilað. Heppilegast og hentugast er að fá afrit af gagnagrunni (e. database dump) sem lesið er inn í efniseiningar. Þannig er hægt að lesa inn allar fréttir og halda myndum, dagsetningum og hlekkjum að mestu eða öllu leyti. Í okkar áætlunargerð gerum við ráð fyrir að efni sé skilað á þennan hátt frá núverandi hýsingaraðila til innsetningar á nýja vefnum.

Það sem þú þarft að óska eftir frá núverandi hýsingaraðila

Sendu póst á núverandi hýsingaraðila og tilkynntu að á næstunni sé fyrirhugað að viðeigandi efni sé flutt af gamla vefnum yfir í nýtt umhverfi. Viðeigandi skjöl þurfa að fylgja, þ.e.a.s. myndir með fréttum, skjalasafn (PDF skjöl o.þ.h.) og "database dump" á SQL sniði. Stefna tekur við gögnunum á GZIP sniði, helst til niðurhals beint af miðlara hýsingaraðila.

Hvenær er efnið flutt yfir?

Eðlilegast er að efnið sé flutt yfir þegar nær dregur því að nýr vefur fer í loftið. Hafðu í huga að eftir að afrit af efninu berst okkur þurfa allar viðbætur (til dæmis nýjar fréttir) að fara inn á báða vefina.

 

Vefur í loftið, fleira gagnlegt: