1. Innskráning í Moya

Innskráning í Moya, vefumsjónarkerfið Stefnu er einföld aðgerð.

Hvernig skrái ég mig inn?

Hvernig skrái ég mig inn?

Til að skrá þig inn í Moya ferðu á forsíðuna á vefnum þínum og bætir við moya í slóðina: /moya

Notandanafn og lykilorð er skráð í viðeigandi reiti og er hægt að vista upplýsingarnar í vafranum en þarf þá ekki að skrá sig inn í hvert skipti sem komið er inn á vefinn.

Gleymt lykilorð

Gleymt lykilorð

Ef lykilorð er gleymt fyrir notanda sem er þegar til í kerfinu er hægt að endurstilla lykilorðið án aðkomu Stefnu.

Farið er á innskráningarsíðuna (með því að opna /moya síðuna á vefnum) og þar er valinn hlekkurinn "Gleymt lykilorð".

Því næst er netfang notandans skráð í reitinn og er þá sendur tölvupóstur sem gerir notandanum kleift að endurstilla lykilorðið.

Þægilegri innskráningarleið

Þægilegri innskráningarleið

Við bjóðum einnig nýjung, sem virkar þannig að notandi sem hefur áður skráð sig inn í vafrann getur hægri-smellt á logo-ið á vefnum og farið þaðan í innskráningu. Hægt er að hafa aðra hlekki þarna með, sem eru öllum sýnilegir, eins og að sækja logo eða senda fyrirspurn.

Þessi leið er þægileg að því leyti að eftir innskráningu ertu áfram á sömu síðu og áður.

Moya aðgerðarstikan

Moya aðgerðarstikan

Hjá innskráðum notanda birtist MOYA valmyndin efst í vafranum og á efni síðunnar þar fyrir neðan eins og áður að viðbættum íkonum við efni síðunnar til að breyta efninu eða bæta við. Þetta á við um bannera, fréttir, viðburði og annað efni sem notandinn hefur réttindi til að breyta.

MOYA valmyndina er hægt að fella saman með því að smella á MOYA logo-ið efst til vinstri og opna aftur á sama hátt. Helstu einingar koma í stikuna og aðrar eru aðgengilegar undir „Fleiri einingar“. 

Vefurinn þinn í öðrum glugga

Vefurinn þinn í öðrum glugga

Hægt er að hafa annan vafra opinn á tölvunni, eða til dæmis í Chrome vafranum í því sem kallast þar “Incognito mode” sem þýðir að horfa má á vefinn án þess að vera innskráður í vefumsjónarkerfið í þeim glugga.

Þetta er þægilegt til að skoða vefinn eins og hefðbundinn notandi, einnig ef þú vilt prófa köku-borðann eftir að hafa einu sinni lokað honum.

Útskráning og tímastillt innskráning

Útskráning og tímastillt innskráning

Útskráning er efst hægra megin í stikunni, þar er einnig hlekkur til að breyta stillingum notandans, nafni, netfangi eða lykilorði.

Innskráning notanda er virk í tiltekinn tíma og er notandinn því útskráður sjálfkrafa ef engar aðgerðir eru framkvæmdar.

Innskráning að nýju ef vinnutími rennur út

Innskráning að nýju ef vinnutími rennur út

Gott er að hafa þetta í huga ef kerfið er haft opið yfir lengri tíma, til dæmis ef þú ert að vinna í að skrifa texta en þarft að bregða þér frá. Í þeim tilvikum er góð regla að skrá sig inn að nýju í öðrum glugga(TAB) í vafranum áður en þú smellir á vista.

Skipt á milli svæða (tungumála)

Skipt á milli svæða (tungumála)

Sami notandi getur hoppað á milli mismunandi svæða á sama vefnum hafi hann til þess réttindi með fellivalmyndinni uppi í hægra horninu. Það á til dæmis við um mismunandi tungumál, sem yfirleitt eru sett upp sem sérstök svæði.

Hvert svæði hefur sjálfstæðar fréttir, efnisflokka og veftré.