Gervigreind framleiðir (alvöru) auglýsingar, næstum því

Á starfsdegi Stefnu í vor skoðuðum við fjölmargt skemmtilegt. Fróðleiksfýsn var svalað í grúski og hakki (af betri gerðinni) í fjölbreyttum efnisflokkum.

Ísland.is nýtur krafta Stefnu

Stefna var meðal þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í vinnu við uppsetningu á nýjum vef fyrir Ísland.is. Verkefnið hófst vorið 2020 og markmið þess er að gera þjónustu hins opinbera aðgengilega á einum stað, Ísland.is, óháð því hvaða stofnun veitir hana.

6 bætast í hópinn hjá Stefnu

Við hjá Stefnu höfum ráðið nýtt starfsfólk sem er að koma inn í fjölbreytt verkefni og teymi sem þjónusta viðskiptavini félagsins. Markmið ráðninganna er að styðja við þann góða vöxt sem við höfum notið á undanförnum árum.

10 atriði til að bæta á vefnum þínum

Notaðu þennan lista til að bæta vefinn þinn - strax!

Hvað er efnishönnun?

Efnishönnun hefur verið vaxandi í umræðunni undanfarin ár og fjöldi slíkra hönnuða hefur aukist. En hvað er efnishönnun og hvaðan kemur hún? Er þörf fyrir enn einn starfstitilinn?

Stefna 20 ára - frá einum og upp í 40 starfsmenn

Af hverju ætti ég að velja WordPress, eða annað vefumsjónarkerfi?

Mörg vefumsjónarkerfi standa til boða í heiminum, en af öllum kerfum hefur WordPress notið langmestra vinsælda. Í þessum pistli reifum við helstu kosti og galla kerfisins og hvaða aðrar leiðir eru færar til að koma upp vef á hagkvæman, öruggan og faglegan hátt.

Umsjónarkerfi flugherma gjörbreytti nýtingarhlutfalli

Icelandair rekur ekki aðeins flugfélag með tilheyrandi flugvélarekstri, áhöfnum, flugvirkjum og stærsta leiðakerfi landsins, heldur er félagið einnig með flugherma á Flugvöllum í Hafnarfirði sem leigðir eru út jafnt innanhúss til þjálfunar flugmanna og til annarra flugfélaga sem koma hingað til lands í þjálfun.

Annáll Stefnu 2022

Árið 2022 var að mörgu leyti gott ár hjá Stefnu. Starfsfólki fjölgaði á árinu en nú undir árslok erum við orðin 38. Konum fjölgaði einnig í okkar hópi á árinu sem er vel. Þá gátum við aftur farið að hittast utan vinnu samhliða afléttingu samkomutakmarkana.

Bættu stöðu þína í Google - SEO

Í þessum pistli fjöllum við um helstu punkta til að tryggja góðan sýnleika í leitarvélum - sem þýðir í einu orði sagt; Google.